BERNHÖFTSTORFAN


Bernhöftstorfan er ein elsta varðveitta götumynd í Reykjavík. Elstu húsin eru byggð 1834, hús Bernhöfts bakara og bakaríið, en kornhlaðan og hluti móhúsanna svokölluðu við Skólastræti voru byggð 1864. Hús landfógetans við Amtmannsstíg var upphaflega byggt 1848 en stækkað til norðurs 1864 og turninn byggður við það 1907 eftir teikningum Rögnvaldar Ólafssonar. Gimli sem reist var 1905 er hefur að geyma fyrstu steyptu plötuna í íslenskri byggingu.Hluti húsanna, Kornhlaðan, bakaríið og móhúsin skemmdust töluvert í eldi 1977.1982 náðu Torfusamtökin leigusamningi um húsin öll og hófst þá endurreisnarstarf sem lauk með viðgerð á Gimli 1996. Endurgerð íbúðarhúsa Bernhöfts og landfógeta var í höndum Knúts Jeppesens arkitekts. Teiknistofan annaðist viðgerð og endurbyggingu bakarísins, hönnun nýbygginganna við Skólastræti og Kornhlöðunnar. Arkitekt Bernhöfshússins og landfógetahússins var Knútur Jeppesen.