AÐALSTRÆTI 16


Lóðin Aðalstræti 16 er mynduð af lóðunum Aðalstræti 14-18 og Túngötu 2-4. Húsið sem áður stóð á lóðinni nr. 16 er friðað skv. þjóðminjalögum. Fyrirhugað er að endurbyggja það hús og gera þá m.a. grein fyrir elsta hluta þess, grind og að hluta klæðningum frá elstu gerð hússins frá 1762. Þá var byggt að nýju eitt af húsum Innréttinganna sem brunnið hafði tíu árum áður. Kringum þetta hús er ætlunin að reisa nýbyggingar svipaðrar stærðar og gerðar sem í efnisvali og frágangi sem taka mið af byggðinni í Grjótaþorpinu. Fornleifagröftur sem fram fór á lóðinni sumarið 2001 leiddi í ljós leifar af skála sem talinn er vera frá 10. öld.Ætlunin er að varðveita þessa skálarúst og gera hana aðgengilega almenningi til skoðunar og þá jafnframt sýningu í tengslum við rústina. Inngangur í sýningarskálann verður frá Víkurgarði, elsta kirkjugarði Reykvíkinga handan Aðalstrætisins. Hluti þessa verkefnis eru frekari rannsóknir undir Aðalstræti og í hluta kirkjugarðsins.