Mar
23

1. verðlaun í hugmyndasamkeppni um Geysissvæðið

 Fyrir skömmu var haldin hugmyndasamkeppni á vegum sveitarfélagsins Bláskógabyggðar í samstarfi við Landeigendafélag Geysis ehf. og Arkitektafélag Íslands um skipulag og hönnun Geysissvæðisins í Haukadal. Á svæðið komu árið 2012 um hálf milljón ferðamanna og hefur fjöldi þeirra aukist mjög hratt eins og víða annars staðar en mjög stór hluti erlendra ferðamanna kemur á Geysissvæðið auk innlendra gesta.

ARGOS var boðið að vera með Landmótun ehf. í tillögugerð sem var mjög ánægjulegt og niðurstaðan var í stuttu máli sú að tillaga okkar hlaut 1. verðlaun meðal 14 innsendra tillagna og voru tillögurnar kynntar og verðlaun afhent 6. mars sl. á Geysi. Samstaða var innan dómnefndar um val á 1. verðlaunatillögunni. Aðrir rágjafar við tillögugerðina voru Einar Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og hugbúnaðar- og margmiðlunarfyrirtækið Gagarín. Tillagan fer varfærnum höndum um hverasvæðið sjálft, leggur mikið upp úr að opna aðgengi að hinum minni hverunum en einnig að skapa viðunandi aðstæður til að virða fyrir sér hina stærri hveri, ekki síst Strokk og reglubundin gos hans svo og Geysi sjálfan. Í tillögunni felst sú framtíðarsýn að þjóðveginn megi færa suður fyrir byggðarkjarnann svo flæði milli hverasvæðis og þjónustusvæðis og aðkomu ferðamanna verði óhindrað en ekki sundurskorið af þjóðvegi eins og nú er með tilheyrandi óöryggi og vandræðagangi.

 

Hér á eftir er listi yfir þáttakendur i tillögugerðinni og nokkrar myndir úr tillögunni.

 

Landmótun ehf.:

Einar E. Sæmundsen, landslagsarkitekt FÍLA

Guðrún Ragna Yngvadóttir, arkitekt

Jóhann Sindri Pétursson, mastersnemi í landslagsarkitektúr

Lija K. Ólafsdóttir, landslagsarkitekt FÍLA

Yngvi Þór Loftsson, landslagsarkitekt FÍLA

 

ARGOS ehf.:

Grétar Markússon, arkitekt FAÍ

Stefán Örn Stefánsson, arkitekt FAÍ

 

Ráðgjafar:

Einar Á.E. Sæmundsen, fræðslu- og kynningarfulltrúi þjóðgrðsins á Þingvöllum

 

Gagarín ehf., margmiðlunarstofa.