Aug
07

Domus Restoration and Preservation

 

Mynd: Sigurgeir Sigurjónsson ©

Arkitektastofurnar ARGOS, Gullinsnið og Studio Granda voru tilnefndar til alþjóðlegra verðlauna fyrir byggingarsögulega varðveislu og endurgerð árið 2014, "Domus Restoration and Preservation", International Prize for Architectural Restoration, IV Edizione 2014. Tilnefningin var vegna endurbyggingar Lækjargötu / Austurstrætishornsins í Reykjavík, brunahornsins svokallaða sem tekið var í notkun 2011 eftir brunann 2008. Verðlaunaafhendingin fór fram í Ferrara á Ítalíu í mars sl., þar sem jafnframt var sett upp sýning á tilnefndum og verðlaunuðum verkum. Arkitektastofurnar hafa áður hlotið evrópska viðurkenningu, Philippe Rotthier-verðlaunin 2011, viðurkenningu, Philippe Rotthier-verðlaunin 2011, viðurkenningu vegna endurbyggingar og varðveislu menningarminja og hornið í miðbæ Reykjavíkur var einnig á lista yfir 10 helstu verk í arkitektúr og landslagsarkitektúr ársins 2011 á bloggsíðunni polis.

Beinn hlekkur á færsluna er hér: http://www.thepolisblog.org/2012/01/polis-picks-best-architecture-and.html