Apr
26

Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði á góðri leið til endurreisnar


Síðast liðið haust var unnið við gröft og fyllingar og grunna fyrir Franska spítalann og tilheyrandi hús á Fáskrúðsfirði. Nú er steypuvinnu að mestu lokið við nýja grunna, eftir að steypa stokkinn undir götuna og kjallara Læknishússins ofan götu.

Minni húsin í kringum Læknishúið og spítalann sjálfan eru Líkhúsið, Sjúkraskýlið og Kapellan. Franski spíatalinn sjálfur var tekinn niður og fluttur á Hafnarnes fyrir sjötíu árum Hann hevfur nú verið fluttur aftur á Fáskrúðsfjörð og verður endurbyggður nálægt sínum upphaflega stað. Læknishúsið er enn á sínum upphaflega stað og var endurnýjað að miklu leyti fyrir tveimur áratugum eða svo.

Kapellan var reyndar enn á Fáskrúðsfirði, hafði verið flutt og verið í notkun fram á síðustu ár sem rafverkstæði og geymsla, Sjúkraskýlið stendur enn og er íbúðarhús á staðnum. Því var byggt nýtt hús í mynd hins gamla sjúkraskýlis og kapellan flutt á nýjan stað fast við Sjúkraskýlið eins og verið hafði, skv. gömlum myndum. Líkhúsið sömuleiðis byggt á ný skv. myndum og heimildum.

Framkvæmdin öll er á vegum Minjaverndar, en fyrirhugað er að reka hótel og veitingastað í byggingunum.

Myndirnar hér að ofan tók Þorsteinn Bergsson síðustu mánuði og sýna svipmyndir af framvindu verksins. Síðasta myndin, er sýnir kapelluna, er fengin frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur.