Jan
09

Endurgerðin í Kvosinni valin eitt af 10 bestu verkum 2011

 

Ljósmynd: Guðmundur Ingólfsson/Ímynd, birtar með leyfi höfundar.

Á öðrum degi nýs árs birtist bloggfærsla á síðunni polis þar sem birtur var listi yfir 10 bestu arkitektúr- og landslagsverk ársins 2011. Beinn linkur á færsluna er hér: http://www.thepolisblog.org/2012/01/polis-picks-best-architecture-and.html

Endurbygging húsanna á brunareitnum í Kvosinni var eitt verkanna sem urðu fyrir valinu, en það verk var samstarfsverkefni þriggja arkitektastofa; ARGOS, Gullinsniðs og Studio Granda.

Aðstandendur bloggsins eru fjórtán einstaklingar með mismunandi menntun og reynslu, en þar er fjallað um arkitektúr á alþjóða vísu. Einn þeirra aðila sem stóð á bakvið útnefningu Kvosar-verkefnisins á þennan lista var Rebecka Gordan. Ásamt því að skrifa greinar á polis er hún ritstjóri sænska tímaritsins Arkitekten. Hér að neðan er umfjöllunin um verkið á vefsíðunni.