Jun
16

Myndir úr AusturstrætiByggingu Austurstrætis 22, Landsyfirréttarhússins, er nú að mestu lokið og húsið hefur verið afhent leigutakanum, Veitingahúsinu Happi. Enn á eftir að ganga frá nokkrum atriðum, setja upp steypujárnsofna við eldstæðið, flaggstangir á gafla og nokkur minni háttar atriði. Að verkinu hefur komið einvala lið iðnaðarmanna í öllum greinum undir stjórn  aðalverktakans Gunnars Bjarnasonar sem lagt hefur metnað sinn í allan frágang hússins. Frekari umfjöllun um húsið og nágranna þess, Lækjargötu 2 og 2b verður að finna á heimasíðunni  innan skamms.