Dec
22

Fréttir úr Austurstræti

 

Austurstræti 22, sem fyrirhugað er að endurgera og reisa á brunahorninu svokallaða er í raun hlaðið úr tilhöggnum timburstokkum u.þ.b. 10 cm á þykkt og 20 cm á hæð. Stokkarnir voru höggnir til úr sænskum furustokkum og settir saman vestur á Granda, en hafa nú verið teknir niður og reistir á sínum stað í Austurstrætinu þar sem stokkahúsið var upphaflega hlaðið 1801. Næst verður klætt skarsúð á sperrurnar og síðan hafist handa við ytri frágang veggja og þaks. Veggirnir verða klæddir listaklæðningu en þakið klætt rennisúð á ysta borði.

Önnur hús á horninu eru lengra komin, Lækjargata 2 næstum fullbúið ofan jarðhæðar að utan með íslenskri blágrýtisskífu á þakinu og Nýjabíó uppsteypt og verið að ganga frá þakinu.