MAÐDÖMUHÚSIÐ, SIGLUFIRÐI


Maðdömuhús, einnig nefnt Hafliðahús, er elsta hús Siglufjarðar sem enn stendur og sennilega eitt hið merkasta þar í menningarsögulegu tilliti.

Snorri Pálsson, verslunarstjóri og þingmaður Siglfirðinga, hóf byggingu þess árið 1883 og húsið er kennt við ekkju hans, maðdömu Margréti Ólafsdóttur.

Sr. Bjarni Þorsteinsson bjó í húsinu frá því hann hóf prestsskap á Siglufirði 1888 og þar til hann fluttist á prestssetrið á Hvanneyri árið 1898 og bjó þar þannig lengst af meðan hann vann að þjóðlagasöfnun sinni auk þess sem hann samdi þar mörg af sínum þekktustu sönglögum.

Félag um Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar var stofnað á Siglufirði 27. nóv-

ember 1999. Félagið hefur að markmiði að koma á fót stofnun í minningu sr. Bjarna Þorsteinssonar tónskálds og þjóðlagasafnara og byggja upp safn og fræðasetur á sviði þjóðlagatónlistar. Félagið hefur unnið að því að Maðdömuhúsið sem tengist órjúfanlega ævi og starfi sr. Bjarna verði aðalsetur starfseminnar.

Félagið hefur frá árinu 2000 árlega staðið fyrir alþjóðlegri þjóðlagahátíð á Siglufirði, þar sem lögð hefur verið áhersla á tónlist og aðra þætti þjóðlegrar menningar, heima og heiman og hefur þannig tekist að festa í sessi öflugt menningarstarf á Siglufirði á sviði þjóðlagatónlistar með fræðslustarfi og lifandi tónlistarflutningi.

Á neðri hæð hússins er salur fyrir rúmlega 30 áheyrendur, hlustunaraðstaða og skrifstofa. Á efri hæð hússins er aðstaða til rannsókna og þar er minningarstofa um sr. Bjarna og þar gæti jafnvel verið lítil gistiaðstaða.

Gert var við húsið og það fært aftur til upphaflegrar gerðar að mestu leyti, þó t.d. bíslaginu til vesturs hafi verið haldið af hagkvæmnisaástæðum.